NTC

Óánægja með nýja gervigrasið í Boganum – „Mikið af álagstengdum meiðslum“

Boginn

Í október á síðasta ári var ráðist í það að skipta um gervigras í Boganum á Akureyri. Sú framkvæmd var löngu tímabær en grasið sem fyrir var í húsinu var frá árinu 2003 og var orðið verulega laskað.

Forsvarsmenn og iðkendur í Boganum fögnuðu því að skipta ætti um gras og mikil ánægja var með það bæði innan Þórs og KA að loksins ætti að ráðast í þessa framkvæmd. Valdimar Pálsson, framkvæmdastjóri Þórs sagði meðal annars í viðtali við Akureyri Vikublað í lok síðasta sumars. Gamla grasið var orðið slitið og ég var farinn að taka eftir meiri meiðslum síðustu árin. Nýja týpan gerir það að verkum að slysahætta verður minni.

Nú hefur gervigrasið verið í notkun í nokkra mánuði og samkvæmt heimildum okkar er gríðarleg óánægja með þetta nýja gras. Kaffið ræddi við fjölmarga iðkendur sem flestir höfðu sömu sögu að segja. Margir töluðu um að grasið væri hart og þurrt og  verra en það gamla. Sumir gengu svo langt að segja það hættulegt og hreinlega ónýtt. Einnig má sjá skemmdir í grasinu á fleiri en einum stað.

Kaffið.is hafði samband við Hannes Bjarna Hannesson, sjúkraþjálfara meistaraflokks Þórs og Þórs/KA en hann hefur fylgst grannt með leikmönnum sínum eftir að skipt var um gras.  „Ég hef heyrt frá mörgum að völlurinn sé harður og get sagt að ég sé að sjá mikið af álagstengdum meiðslum sem mögulega væru minni ef völlurinn væri betri,“ segir Hannes.

Hann benti einnig á að á þessu nýja grasi væri mjög mikilvægt að vera í sérstökum gervigrasskóm en ekki hefðbundnum takkaskóm.

Mynd úr Boganum. Strax er farið að sjá á nýja grasinu.

Sambíó

UMMÆLI