NTC

Nýtt veitingahús opnar á GrenivíkEinar, Halla og Ágúst, fyrir utan væntanlegt Mathús. Mynd: grenivik.is

Nýtt veitingahús opnar á Grenivík

Grenivík hefur nú staðið án veitingahúss í nokkurn tíma. Eftir langan vetur án þess munaðar að geta farið út að borða í bænum ætlar fjölskyldufyrirtækið Milli Fjöru & Fjalla að opna Mathús í húsnæði fyrrum Kontorsins, sem eitt sinn bar titilinn eina veitingahús Grenivíkur.

Eigendur fyrirtækisins, þau Halla Sif Guðmundsdóttir, Einar Rafn Stefánsson og Ágúst Logi Guðmundsson, eru full tilhlökkunar að segja frá því að fjölskyldufyrirtækið í Fagrabæ, Milli Fjöru & Fjalla, færir nú út kvíarnar og opnar nýtt veitingahús og vinnslurými á Grenivík;

Staðurinn hefur fengið nafn og á að heita Mathús Milli Fjöru & Fjalla.  Áætlað er að opna fyrir gestum og gangandi í júlí 2020, þannig að allir ættu að geta lagt leið sína til okkar í Mathúsið á Grenivík með sumrinu.

Milli Fjöru & Fjalla framleiðir vörur sem falla til í sauðfjárrækt og hefur haft það sem megin markmið allt frá fyrsta degi að neytandinn kunni að meta afurðirnar og þekki gæði þeirra og margbreytileika. Til viðbótar við okkar hefðbundnu framleiðslu þá mun Mathús Milli Fjöru & Fjalla í samstarfi við aðra, bæta fiski, grænmeti og fleiru við sitt vöruúrval.  Enda liggur það mjög vel við þar sem nafnið á fyrirtækinu inniheldur bæði fjöru og fjalla.

Mathúsið mun leggja ríka áherslu á að þjónusta breiðan hóp viðskiptavina og bjóða uppá allt það besta sem í hreppnum býr.  Þar verður veitingastaður, kaffihús, bar og kjötvinnsla rekin allan ársins hring.  Mathúsið verður einskonar miðstöð menningar og tónlistalífs í Grýtubakkahreppi sem er unnið í góðu og tryggu samstarfi við þau félög og fyrirtæki sem í hreppnum eru,“ segja nýir eigendur í viðtali við grenivik.is.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó