NTC

Nýtt tónlistarfélag VMA heldur sína fyrstu tónleika

VMA

Þrymur, tónlistarfélag Verkmenntaskólans á Akureyri, mun halda sína fyrstu tónleika í skólanum á þriðjudagskvöld. Nemendur skólans munu þá fá tækifæri til þess að koma fram, syngja, spila á hljóðfæri og sýna hæfileika sína.

Þeir Ingimar Atli Knútsson, Haukur Sindri Karlsson og Friðrik Páll Haraldsson stofnuðu tónlistarfélagið Þrym í upphafi skólaársins en starfsemin fór af alvöru í gang við upphaf núverandi annar.Markmið félagsins er að efla tónlistarlíf í skólanum og reyna að virkja það hæfileika fólk sem stundar nám við Verkmenntaskólann.

Eitt af verkefnum félagsins er að koma upp hljóðveri í kjallara skólans þar sem hægt væri að bjóða nemendum upp á að vinna að tónlist sinni.

Tónleikarnir á þriðjudagskvöld er fyrsta stóra verkefni félagsins en um 12 nemendur úr skólanum munu koma fram. Þetta eru þau Ari Rúnar Gunnarsson, Arndís Eva, Embla Sól Pálsdóttir, Karólína Rún Helgadóttir, Kristján Guðni Jónsson, Lúðvík Ragnar Friðriksson, Magnús Gunnar, Sindri Snær Konráðsson, Særún Elma Jakobsdóttir, Unnur Eyrún og Örn Smári Jónsson.

Þessir nemendur munu taka þátt með ýmist söng eða spili en þau eiga það sameiginlegt að hafa áður tekið þátt í söngkeppnum eða leiksýningum á vegum skólans.

Sambíó

UMMÆLI