Eitt nýtt smit vegna Covid-19 greindist á Norðurlandi eystra í gær. Fyrir var ekkert virkt smit á svæðinu en nú er einn einstaklingur í einangrun vegna smits. Þetta kemur fram í tölum á covid.is
Fimm einstaklingar eru nú í sóttkví á svæðinu og fjölgar þeim um þrjá síðan í gær.
Á landinu öllu greindust fjögur innanlandssmit í gær. Tvö af þeim greindust hjá einstaklingum í sóttkví en tvö hjá einstaklingum sem voru utan sóttkvíar.