Nýtt samgönguapp tilbúið fyrir prófanir

Nýtt samgönguapp tilbúið fyrir prófanir

Undanfarna mánuði hafa Akureyrarbær og Vistorka verið þátttakendur í evrópska nýsköpunarverkefninu Raptor á vegum EIT Urban Mobility sem parar saman sveitarfélög og sprotafyrirtæki með í því skyni að prófa nýjar lausnir sem styðja við breyttar ferðavenjur. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar en hægt er að sjá frétt um verkefnið HÉR.

Sjá einnig: 15 mikilvæg öpp fyrir Akureyringa. Kveðja, Krasstófer og Ormur

Það er franska sprotafyrirtækið Instant System sem hefur unnið verkefnið á Akureyri og er afurðin samgönguappið Flæði sem aðstoðar notandann við að komast leiðar sinnar með almenningssamgöngum, hjólandi eða gangandi. Á vormánuðum munu svo Hopp-hjól bætast í flóruna og verður þá hægt að tengja saman mismunandi ferðamáta.

Appið er tilbúið fyrir prófanir og Akureyrarbær leitar því að nýjungagjörnum Akureyringum til að prófa virkni appsins og benda á hluti sem betur mættu fara. Ef þú hefur áhuga þá getur þú haft samband við Ísak Má Jóhannesson verkefnastjóra úrgangs- og loftlagsmála í gegnum netfangið isakj@akureyri.is.

Sjá einnig: Framtíð samgangna á Akureyri

Viðmót appsins. Mynd: Akureyri.is
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó