NTC

Nýtt rafrænt lyfjaumsjónarkerfi tekið í notkun

Bryndís Björg Þórhallsdóttir, forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar, við Alfa lyfjaumsýslukerfið hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Mynd: Ragnar Hólm.

Bryndís Björg Þórhallsdóttir, forstöðumaður Víði- og Furuhlíðar, við Alfa lyfjaumsýslukerfið hjá Öldrunarheimilum Akureyrar. Mynd: Ragnar Hólm.

Árið 2014 hófst samstarf Öldrunarheimila Akureyrar, Þulu – Norræns hugvits ehf. og Lyfjavers ehf. um nýsköpunar- og þróunarverkefni um rafræna lyfjaskráningu. Með samstarfsverkefninu er lögð áhersla á rafrænt lyfjaumsjónarkerfi sem eykur öryggi og gæði í lyfjaumsýslu og eftirliti. Nýsköpunarverkefninu er einnig ætlað að leiða af sér bætta skráningu og yfirsýn, samhliða framleiðniaukningu og hagræðingu í rekstri.

Þessa dagana er öðrum áfanga í innleiðingu rafræna lyfjaumsýslukerfisins ALFA hleypt af stokkunum á Öldrunarheimilum Akureyrar. Innleiðing þessa áfanga hófst með kynningarfundi starfsmanna Lyfjavers og Þulu þar sem nýr hugbúnaður var kynntur fyrir hjúkrunarfræðingum og öðrum starfsmönnum. Að loknum kynningarfundinum tók síðan við þjálfum starfsfólks á hverju heimili innan ÖA.

Forprófunum er lokið með góðum árangri og því fer nú í hönd um þriggja mánaða keyrslutími, þar sem þessi nýi hluti Alfa lyfjaumsýslukerfisins er í fullri notkun. Að þeim tíma liðunum og í innleiðingarferlinu, fer fram sí- og endurmat á verkefninu.

Nú er í fyrsta skipti á Íslandi tekin upp rafræn skráning og eftirlit með svokölluðum eftirritunarskyldum lyfjum og því er mikilvægum áfanga náð í átt að rafvæðingu lyfjaumsýslu innan heilbrigðisþjónustunnar. Að sögn Magnúsar Más Steinþórssonar, rekstrarstjóra Lyfjavers, er verkefnið og þessi áfangi, afar merkilegur því hann rýfur kyrrstöðu í þróun rafrænnar lyfjaumsýslu hjúkrunarheimila á landinu og má því segja að rafræni múrinn hafi verið rofinn á því sviði.

Sambíó

UMMÆLI