Nýtt námsver SÍMEY á Dalvík

SÍMEY hefur fært sig um milli húsa á Dalvík – úr gamla húsi Dalvíkurskóla á jarðhæð Víkurrastar. Nýtt námsver var opnað þar formlega föstudaginn 15. september.

SÍMEY eða Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar hefur undanfarin ár deild húsnæði með Tólinstarskólanum á Tröllaskaga í gamla barnaskólahúsinu á Dalvík. Nú hafa báðar stofnanir flust yfir í Víkurröst. Þar hafa SÍMEY og Tónlistarskólinn komið sér fyrir á neðri hæð hússins en einnig hefur skólinn til afnota rými á efri hæðinni.

Valgeir Blöndal Magnússon sagði við formlega opnun nýja námsversins að það væri fagnaðarefni að hafa afnot af þessu góða rými í Víkurröst.

Starfsemi SÍMEY á Dalvík er og hefur verið fjölbreytt. Boðið er upp á námskeið af ýmsum toga þar á meðal fjögurra anna náms í fisktækni sem hópur starfsmanna Samherja á Dalvík stundar.

Þessar myndir voru teknar við formlega opnun námsversins á Dalvík.

 

UMMÆLI