Gæludýr.is

Nýtt met í sjúkraflugi á Íslandi

Slökkvilið Akureyrar greindi frá því á Facebook síðu sinni að nýtt met hafi verið sett í sjúkraflugi á Íslandi í síðustu viku. Farið hefur verið í rúmlega 700 flug á árinu.

Hjá Slökkviliði Akureyrar vinna 25 slökkviliðsmenn í fullu starfi. Það fer alltaf að lágmarki einn sjúkraflutningamaður með í sjúkraflug og stundum tveir þegar flytja þarf tvo sjúklinga í sama fluginu. Í alvarlegustu tilfellunum fer læknir frá Sjúkrahúsi Akureyrar með í flug og jafnvel sérhæft teymi Landspítala þegar flytja þarf nýbura.

„Verkefnin eru oft krefjandi en starfsmenn S.A leggja sig alla fram við að tryggja að þjónustan um borð sé sú besta sem völ er á. Að starfa í sjúkraflugi á Íslandi er heiður og erum við stoltir af því að taka þátt í þessu gríðarlega mikilvæga verkefni innan íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningu Slökkviliðsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó