Framsókn

Nýtt leiðarkerfi í strætó

Um næstu mánaðarmót mun taka í gildi nýtt leiðarkerfi Strætisvagna Akureyrar. Kynningarfundur um leiðarkerfið verður haldinn fimmtudaginn 22. september kl. 17. í Hofi.

Kerfið var unnið með það að leiðarljósi að þjóna flestum íbúum bækjarins. Er það gert með því að auka akstur í kringum Háskólann og íþróttamannvirki í bænum og auka verulega þjónustu við grunn- og framhaldsskóla.

Fjórir strætisvagnar munu keyra sex mismunandi leiðir. Auk þess verður skólavagn sem gengur þá daga sem kennsla er í MA og VMA.

Það mun verða áfram frítt í strætó. Hægt er að skoða nýja leiðarkerfið á vef Akureyrarbæjar, www.akureyri.is.

 

straeto_feb07_2

Þessi vagn mun prófa nýjar leiðir í vetur.

VG

UMMÆLI

Sambíó