Þann 12. Febrúar gefur unga tónlistarkonan Sigrún María út sitt fyrsta lag sem kallast (Dancing on) The Edge of Reality. Lagið hefur verið í vinnslu í rúmt ár og núna er loksins komið að því að deila laginu með heiminum.
Sigrún María kemur frá Akureyri og er á síðasta árinu sínu í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hún er á tónlistarbraut. Brautin er unnin í nánu samstarfi við Tónlistarskóla Akureyrar, þar sem Sigrún María hefur unnið hörðum höndum við að semja og taka upp sína eigin tónlist. Í framhaldi af útgáfu þessa lags stefnir Sigrún María á að gefa út EP plötu með hljómsveitinni sinni Cohortis í vor.
(Dancing on) The Edge of Reality er fallegt en sorglegt lag sem kafar inn í huga manneskju sem lifir lífinu í gegnum dagdrauma sína og líður eins og að raunveruleikinn hafi flogið þeim frá. Já, manneskjan í laginu er svo sannarlega dansandi á brún raunveruleikans. Sigrún María semur bæði lag og texta ásamt að
spila á gítarinn í laginu, en lagið hefði aldrei orðið það sem það er í dag án pródúseringar Stefáns Elí.