Nýtt lag frá Sigrúnu Maríu

Nýtt lag frá Sigrúnu Maríu

Þann 12. Febrúar gefur unga tónlistarkonan Sigrún María út sitt fyrsta lag sem kallast (Dancing on) The Edge of Reality. Lagið hefur verið í vinnslu í rúmt ár og núna er loksins komið að því að deila laginu með heiminum.

Sigrún María kemur frá Akureyri og er á síðasta árinu sínu í Menntaskólanum á Akureyri þar sem hún er á tónlistarbraut. Brautin er unnin í nánu samstarfi við Tónlistarskóla Akureyrar, þar sem Sigrún María hefur unnið hörðum höndum við að semja og taka upp sína eigin tónlist. Í framhaldi af útgáfu þessa lags stefnir Sigrún María á að gefa út EP plötu með hljómsveitinni sinni Cohortis í vor.

(Dancing on) The Edge of Reality er fallegt en sorglegt lag sem kafar inn í huga manneskju sem lifir lífinu í gegnum dagdrauma sína og líður eins og að raunveruleikinn hafi flogið þeim frá. Já, manneskjan í laginu er svo sannarlega dansandi á brún raunveruleikans. Sigrún María semur bæði lag og texta ásamt að
spila á gítarinn í laginu, en lagið hefði aldrei orðið það sem það er í dag án pródúseringar Stefáns Elí.

Hægt verður að nálgast lagið á Spotify.

Sambíó
Sambíó