Nýtt lag frá Leu

Nýtt lag frá Leu

Dalvíkingurinn Sólveig Lea Jóhannsdóttir gaf út nýtt lag síðastliðinn föstudag. Lagið ber nafnið „Dearly devoted“ og var samið af Sólveigu sjálfri og Jóni Antoni Stefánssyni. Lagið flokkast sem hljóðgervlapopp, sem oftar er kallað enska nafninu „Synth pop.“ Á Facebook síðu sinni segir Sólveig að hún og Jón hafi orðið fyrir innblæstri af tónlistinni í kvikmyndinni Drive. Lagið er hljóðjafnað af Skonrokk mastering.

Sólveig notar millinafn sitt, Lea, sem listamannanafn og undir því nafni hefur hún gefið út fjögur lög á Spotify síðan 2022. Nýjasta lagið er einnig komið á Spotify og hægt er að hlusta á það í spilaranum hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI