Íþróttamaður KA árið 2024, Alex Cambray Orrason, bætti Íslandsmet sitt í sameiginlegum árangri um 12,5kg á Íslandsmótinu í kraftlyftingum með búnaði þarsíðustu helgi. Alex varð stigahæstur á mótinu. Aníta Rún Bech Kajudóttir varð einnig Íslandsmeistari í -63kg flokki.
Alex lyfti:
Hnébeygja: 340kg
Bekkpressa: 225kg.
Réttstöðulyfta: 287,5kg.
Samanlagt: 852,5kg.
Aníta lyfti:
Hnébeygja: 115kg.
Bekkpressa: 70kg.
Réttstöðulyfta: 130kg.
Samanlagt: 315kg.