NTC

Nýtt íbúaapp Akureyrarbæjar – „Vertu með Akureyri í vasanum“

Nýtt íbúaapp Akureyrarbæjar – „Vertu með Akureyri í vasanum“

Fyrsta útgáfa íbúaapps Akureyrarbæjar er nú aðgengileg fyrir bæði Apple og Android stýrikerfi. Skorað er á bæjarbúa að hlaða niður appinu og prófa það. iPhone notendur slá inn leitarorðið Akureyrarbær í App Store í símanum sínum en Android notendur finna appið í Play Store.

Það sem ef til vill vekur mesta athygli í þessari fyrstu útgáfu íbúaappsins er annars vegar rafrænt gámakort og hins vegar sérstök ábendingargátt. Einnig eru ýmsar tilkynningar frá sveitarfélaginu birtar í appinu, sorphirðudagatal, upplýsingar um stofnanir bæjarins og viðburðadagatal bæjarins birtist á aðgengilegan hátt. Því má segja að þegar bæjarbúar eru komnir með appið í símann sinn þá hafi þeir Akureyri í vasanum.

Nánar má lesa um appið á vef Akureyrarbæjar með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó