NTC

Nýtt húsnæði fyrir starfsemi Kvennaathvarfsins á Akureyri

Nýtt húsnæði fyrir starfsemi Kvennaathvarfsins á Akureyri

Í gær skrifaði Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, undir nýjan samning um leigu á húsnæði á Akureyri. Samningur um núverandi húsnæði Kvennaathvarfsins á Akrureyri rennur út um næstu áramót. Þetta kemur fram í Vikublaðinu.

Linda Dröfn segir það vera mikinn létti og gleði að málið sé í höfn í samtali við Vikublaðið en erfiðlega hefur gengið að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina á Akureyri. Kvennaathvarfið hefur verið með starfsemi á Akureyri í rúm fjögur ár og alltaf í leiguhúsnæði. Nýi samningurinn gildir til þriggja ára.

Nánari umfjöllun má finna hér á vef Vikublaðsins.

Sambíó

UMMÆLI