Í byrjun síðasta mánaðar var fyrsta skóflustungan að Holtahverfi tekin þar sem gert er ráð fyrir að um 300 íbúðir rísi á 30 lóðum. Framkvæmdir við gatnagerð og lagnavinnu standa nú yfir í Þursa- og Hulduholti og er áætlað að uppgreftrinum ljúki í lok þessarar viku.
Á heimasíðu Akureyrarbæjar segir að í kjölfarið hefjist vinna við losun klappar en þeirri vinnu gæti fylgt hávaði. Vinna við losun klapparinnar mun fara fram á einhverjum virkum dögum í febrúar, milli kl. 8 og 18. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Allt er þetta upphafið af uppbyggingu í Þorpinu með áherslu á sjálfbærni, umhverfisvænar samgöngur og lýðheilsu.
Áætluð verklok allra framkvæmda er um miðjan október nk.
UMMÆLI