NTC

Nýtt hlaðvarp með hjónunum Hörpu og Sigþóri

Nýtt hlaðvarp með hjónunum Hörpu og Sigþóri

Hjónin Harpa og Sigþór hafa hrundið af stað hlaðvarpinu Sirpan og er fyrsti þáttur kominn út. Þar ræða þau saman um allt milli himins og jarðar þar á meðal sambandið þeirra, sambönd almennt, foreldralífið og raunar lífið sjálft. Glöggir lesendur sjá að nafn þáttarins eru nöfn þeirra hjóna blandað saman.

Harpa vakti fyrst athygli á TikTok með vikulegum stefnumótum þar sem hún og eiginmaður hennar krydda upp á samband sitt en ásamt því hefur Harpa farið reglulega á „stefnumót“ með þekktum einstaklingum á vegum Kaffisins.

„Við höfum verið að gera vikuleg stefnumót en við erum í raun að taka það skrefinu lengra með þessu og hleypa fólki enn nær“ segir Harpa.

Hér að neðan má svo hlusta á fyrsta þátt þeirra hjóna.

https://www.instagram.com/sirpanpodcast

Sambíó

UMMÆLI