Framsókn

Nýtnivika á Akureyri

Nýtnivika á Akureyri

Nýtnivikan er hafin á Akureyri, en hún stendur yfir 20.-28. nóvember. Nýtnivikan er samevrópskt átak sem er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs, minnka sóun, endurvinna og nýta betur.

Þema vikunnar í ár eru hringrásarsamfélög, en þar er vísað til þeirra hvetjandi áhrifa sem samfélög geta haft til þess að auðvelda fólki að innleiða hjá sér umhverfisvænar breytingar.

Nýtnivikan á Akureyri hefur síðustu ár verið haldin með fjölbreyttum atburðum og verður sama uppi á teningnum í ár. Breytingin er sú, líkt og í fyrra, að vegna Covid-19 verður nýtnivikan meira og minna með rafrænum hætti. Íbúar á Akureyri eru hvattir til að taka þátt á sínum forsendum. Til dæmis er upplagt að staldra við og finna nýjar leiðir til að nýta betur og draga úr sóun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó