Nýr veitingastaður opnar á Dalvík

Nýr veitingastaður opnar á Dalvík

Nýr veitingastaður opnar á Dalvík þann 24. ágúst, en bráðabirgðaopnun verður næstu helgi vegna Fiskidagsins mikla.

Veitingastaðurinn sem mun heita Norður verður staðsettur við Hafnarbraut 5, þar sem áður var veitingastaðurinn Við höfnina. Miklar framkvæmdir og endurbætur hafa staðið yfir á húsnæðinu.

Eigendur eru Helgi Einarson, Helga Ingólfsdóttir, Snæþór Arnþórsson og Aníta Guðbrandsdóttir.

Myndir frá framkvæmdum af Facebook síðu Norðurs.





 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó