NTC

Nýr samstarfssamningur Akureyrarbæjar og ÍBA undirritaður

Nýr samstarfssamningur Akureyrarbæjar og ÍBA undirritaður

Í gær, miðvikudag, var nýr samstarfssamningur Íþróttabandalags Akureyrar og Akureyrarbæjar undirritaður af Jónu Jónsdóttur formanni ÍBA og Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Akureyrar og gildir samningurinn út árið 2026.

Markmið samningsins er að íþróttastarf á Akureyri verði áfram kraftmikið, bæjarbúum til heilla. Í því felst að skapa sem bestar aðstæður til að reka starfsemi sem tryggir bæjarbúum öflugt íþróttastarf, einkum börnum og unglingum. 

Við undirritun samningsins lýsti Jóna Jónsdóttir, formaður ÍBA, mikilli ánægju með það hvernig Akureyrarbær hefur staðið að íþróttamálum almennt í bænum, uppbyggingu mannvirkja og stuðningi við íþróttafélög; það skili sér í bættri lýðheilsu og aukinni þátttöku almennings í alls kyns íþróttaviðburðum, meiri útiveru og betri heilsurækt. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, kvaðst kunna að meta þessi jákvæðu ummæli því að þakka beri það sem vel er gert. Sveitarfélagið hafi ýmsum lögbundnum skyldum að gegna en þegar þeim sleppi þá hafi verið lögð á það rík áhersla að sinna vel íþróttamálum og efla félögin í bænum eins og frekast er kostur.

Samstarfssamning Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar 2024-2026 má nálgast hér.

Sambíó

UMMÆLI