NTC

Nýr röntgenlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Nýr röntgenlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Myndgreiningadeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur ráðið Christine Jacqueline Tolman í stöðu röntgenlæknis á deildina. Hún hefur störf í dag og verður á SAk í að minnsta kosti eitt ár. Þetta kemur fram í tilkynningu SAk.

Christine er fædd í Hollandi en hefur búið í nokkrum löndum. Hún lauk læknanámi og útskrifaðist síðan úr fimm ára sérnámi í röntgenlækningum og sérhæfði sig í taugamyndgreiningu, höfuð- og hálssvæði og lungnamyndgreiningu.

Christine kom fyrst til Íslands árið 2022 þegar hún ferðaðist Laugaveginn og heillaðist af landi og þjóð. Hún er spennt fyrir því að hefja störf og hlakkar til að taka þátt í fjölbreyttri útivist svo sem baklandsskíðamennsku, gönguferðum og hlaupum, ásamt því að kynnast nýju fólki. Christine er þegar byrjuð að læra íslensku og tekur fagnandi á móti ráðum um góðar gönguleiðir og skemmtilega útivist.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó