NTC

Nýr matarvagn opnar á Akureyri í maíSl. Laugardag var vagninn prufukeyrður. F.v. Nikolina Gracanin og Ingi Þór Arngrímsson.

Nýr matarvagn opnar á Akureyri í maí

Mosi – streetfood kemur til með að opna á Akureyri á næstunni en stefnt er að opnun í byrjun maí. Eigendurnir eru þau Ingi Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin sem bæði hafa starfað á ýmsum veitingahúsum en Ingi Þór er Akureyringur og matreiðslumaður að mennt.

Þessi nýi veitingastaður er matarvagn en opnun og staðsetning vagnsins verður auglýst síðar á facebooksíðu Mosa – Streetfood. Ingi segir í samtali við veitingageirann að áhersla matarins verði þokkalegur hollur streetfood með smá fine dining infusion. „Við stefnum á að vera með þokkalegan hollan streetfood með smá svona fine dining infusion, en ætlum ekki að missa okkur í pinsettunum og perraskap. Við munum bjóða upp á nánast alla rétti vegeterian líka.“

Matseðillinn er enn á lokaskrefunum en eftirfarandi réttir verða m.a. á boðstólnum:

Pulled-pork taco, með sýrðu hvítkáli, pikkli og mayo „ponzu“.
Dirty franskar, heimagerðar franskar með cheddarsósu, beikoni og vorlauk.
Bbq quesadilla með djúpsteiktum kjúkling og salsa.
Djúpsteikt Burek með grískujógúrti.
Marokkóskur kjúklingur á naanbrauði með eplachutney og japönsku mayo.
Sticky brokkoli „wings“ með pikkluðum chilli og chilli mayo.

Sambíó

UMMÆLI