Nýr geðlæknir ráðinn til SAk

Nýr geðlæknir ráðinn til SAk

Ágúst Ibsen Snorrason hefur verið ráðinn í 75% stöðu geðlæknis við geðsvið Sjúkarhússins á Akureyri frá og með 1. október. Þetta kemur fram á heimasíðu SAk.

  • Ágúst stundaði læknanám við University of Debrechen og hlaut sérfræðiréttindi 2022. Hann vann við Sjúkrahúsið á Akureyri sem læknanemi á geðdeild, aðstoðarlæknir, kandidat og sérnámslæknir á árunum 2013-2016 og sem sérnámslæknir og sérfræðingur hjá Region Skåne 2018-2022.
  • Ágúst mun fyrst og fremst vinna sem geðlæknir á geðsviði í 50% viðveru og 25% fjarvinnu. Hann mun einnig sinna kennslu starfsfólks og nema, taka þátt í þróun verkferla, vinna að uppbyggingu þverfaglegrar teymisvinnu í fjarfundi og þróun legudeildarþjónustu.

„Við á geðsviði erum einstaklega ánægð með að fá hann Ágúst í okkar lið svo hægt verði að sinna enn frekar þeirri þjónustu og umbótavinnu sem lagt hefur verið upp með en þar er það þjónustan við okkar skjólstæðingshóp sem skiptir mestu máli,“ segir Ragnheiður Reykjalín Magnúsdóttir, deildarstjóri dag- og göngudeildar geðdeildar.

Um geðsvið SAk:

Geðdeild Sjúkrahússins á Akureyri gegnir mikilvægu hlutverki í þjónustu við fullorðna einstaklinga sem glíma við geðraskanir á Norður- og Austurlandi og sinnir legudeildar-, dagdeildar- og göngudeildarþjónustu. Auk þess gegnir deildin lykilhlutverki í samvinnu þjónustukerfa sem koma að þjónustu við fólk með geðrænan vanda.

Tengill á nánari upplýsingar um geðheilbrigði á vefsíðu SAk hér.

UMMÆLI