NTC

Nýr ferðamannavegur kynntur

Frá Hofsósi. Mynd: Guðrún Brynleifsdóttir.

Á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar, er boðað til opins kynningarfundar um nýjan ferðamannaveg um Norðurland sem markaðssetja á fyrir erlenda ferðamenn og vekja þannig athygli á merkum stöðum nærri strandlengjunni frá Sauðárkróki til Vopnafjarðar. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu á Akureyri, bæjarstjórnarsalnum á 4. hæð, frá kl. 15-16.

Ferðamannavegurinn kallast „Arctic Coastline Route“ og er ætlað að vera nýtt aðdráttarafl fyrir norðurhluta Íslands. Verkefnið hófst árið 2016 og er tilgangur fundarins að gefa innsýn inn í markmið, áherslur og fyrstu skref. Fundarmönnum gefst tækifæri á að hafa áhrif á þróun verkefinsins með umræðum og ábendingum, og verður m.a. óskað eftir hugmyndum um endanlegt nafn leiðarinnar. Fundurinn fer fram á ensku.

Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu og annað áhugafólk eru hvattir til að mæta á fundinn.

Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig til þátttöku á fundinum HÉR.

Sambíó

UMMÆLI