Samtök rafverktaka og Rafiðnaðarsamband Íslands gáfu í gær öllum nýnemum í rafiðnaðargreinum við VMA spjaldtölvur að gjöf. Tölvurnar voru gefnar nemendunum fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði. Tilgangurinn með gjöfinni er að nemendur geti nýtt sér það mikla úrval af kennsluefni sem er í boði á rafrænu formi, stuðla að betri námsárangri og fjölgun nemenda í greinunum en mikil vöntun er á rafiðnaðarfólki á landinu.
Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðngreina í VMA, er þakklátur með gjöfina og segir spjaldtölvuvæðinguna vera afleiðingu margra ára frumkvöðlastarfs Ísleifs Jakobssonar. Ísleifur byrjaði að safna námsefni og stofnaði vef sem heitir www.rafbok.is til að veita nemum gjaldfrjálsan aðgang að námsefni. Með aðstoð Rafiðnaðarsambands Íslands hefur nú verið ráðinn starfsmaður til að sjá um að safna efni og halda utan um þetta starf. Vefurinn dekkar nú næstum allt námsefni í grunndeild og stóran hluta af rafvirkjun.
UMMÆLI