Nýlega stofnað leikfélag á Akureyri setur upp Fullkomið brúðkaupHópurinn á bakvið Fullkomið brúðkaup. Frá vinstri; Sjöfn, Pétur, Inga María, Bernharð, Harpa, Kolbrún Lilja, Freysteinn, Hrafnhildur Sunna, Símon Birgir, Jokka, Kristján Blær og Valgeir Andri.

Nýlega stofnað leikfélag á Akureyri setur upp Fullkomið brúðkaup

Það bættist í öflugt menningarlíf á Akureyri og nágrenni þegar nýi leikhópurinn, Draumaleikhúsið, kom fram á sjónarsviðið. Draumaleikhúsið var stofnað í sumar og sýndi frumsaminn barnasöngleik eftir Pétur Guðjónsson um ævintýri Gutta & Selmu sem vakti mikla lukku. Nú er komið að næsta verkefni leikfélagsins sem nú fer í aðrar áttir og býður upp á þekktan gamanleik sem sýndur hefur verið um land allt og allan heim og kitlað hláturtaugar. Fullkomið brúðkaup er norðlendingum að góðu kunnugt en Leikfélag Akureyrar setti verkið upp leikárið 2005-2006 og setti aðsóknarmet.

Leikverkið gerist á hóteli á brúðkaupsdaginn hjá Rakeli og Bjarna en eins og gjarnan er í gamanleikjum, fer ýmislegt úrskeiðis.

Leikarar eru: Bernharð Arnarsson, Freysteinn Sverrisson, Inga María Ellertsdóttir, Kolbrún Lilja Guðnadóttir, Símon Birgir Stefánsson og Sjöfn Snorradóttir.

Höfundur: Robin Hawdon
Þýðing: Örn Árnason
Leikstjóri: Pétur Guðjónsson
Aðstoðarleikstjóri: Jokka G.Birnudóttir
Útlit: Harpa Birgisdóttir og Hrafnhildur Sunna Eyþórsdóttir
Önnur listræn aðstoð: Sindri Snær Konráðsson Thorsen
Hönnun: Valgeir Andri Ríkharðsson
Framkvæmdarstjórn: Kristján Blær Sigurðsson

Sýningar verða í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri og er frumsýning 1.mars. Miðasala hefst á mak.is 18.febrúar.
Uppsetningin er í samstarfi við Orum og 1862 Nordic Bistro en á sýningunni gefst gestum tækifæri á að fá gleði, gaman og gott í magann.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó