Nýjasta skip Samherja komið til Akureyrar

Björg EA 7, nýjasta skipið í flota Samherja, kom til Akureyrar í gær. Skipið var smíðað í Tyrklandi og lagði af stað þaðan til landsins 10. október. Skipið er 2090 brúttótonn að stærð, 62,49 metra langt og 13,54 metrar á breidd.

Þetta er þriðja skipið sem Samherji fær hjá sömu skipasmíðastöðinni en áður voru það skipin Kaldbakur EA og Björgúldur EA sem voru smíðuð þar. Björg er skírt í höfuðið á Björgu Finnbogadóttur (Bellu, móðir Þorsteins Más).
Meðfylgjandi myndir tók Þórhallur Jónsson í Pedro frá komu Bjargar EA 7 til Akureyrar.

Mynd: Þórhallur Jónsson.

Mynd: Þórhallur Jónsson.

Björg Finnbogadóttir og Þorsteinn Már Baldvinsson.

Mynd: Þórhallur Jónsson.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó