Stefnt er á að opna ný skíðalyfta í Hlíðarfjalli verði tilbúin fyrir komandi skíðavertíð. Undanfarið hefur mikil vinna verið lögð í að klára skíðalyftuna fyrir veturinn og Stefán Gunnarsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli, er bjartsýnn. Þetta kom fram í umfjöllun á RÚV í vikunni.
Sjá einnig: Akureyrarbær eignast nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli strax
Þar segir að vona sé á sérfræðingum frá Austurríki í byrjun október til að gera lokaúttektir og prófanir á nýju skíðalyftunni. Skíðalyftan átti upprunalega að vera tilbúin í desember árið 2018 en framkvæmdirnar reyndust unfangsmeiri en reiknað var með. Þá hefur mikið gengið á í kjölfarið, þar á meðal snjóþungur vetur og heimsfaraldur.
Þrátt fyrir að oft hafi verið fjallað um opnun skíðalyftunnar í fjölmiðlum segir Stefán að nú sé óhætt að lofa því, í síðasta skipti, að lyftan sé að verða klár.
Stefán segir að nýja lyftan muni breyta ansi miklu á skíðasvæði Hlíðarfjalls. Hún bæði stækki svæðið og bæti aðgengið að efri hluta þess.