Nýja Bíó til sölu

Nýja Bíó til sölu

Nýja Bíó sem stendur við Ráðhústorgið á Akureyri hefur verið sett á sölu og gerðist það snemma í júlí. Sögufræga byggingin er frá árinu 1929 og var meðal annars skemmtistaður um tíma en hefur hýst Sambíóin síðan árið 2000. Gangi salan í gegn gæti skeð að ekkert verði bíóið í bænum. Vísir greindi fyrst frá og í samtali þeirra við Björn Ásberg Árnason, framkvæmdastjóra Sam-félagsins, segir:

Hlutirnir hafi horft til betri vegar í bíórekstri eftir heimsfaraldur, en þá hafi verkföll hjá handritshöfundum hafi haft áhrif á myndaúrval. 

„En núna finnum við fyrir því að myndaúrvalið er að koma í eðlilegra rennsli, og þá langar okkur að horfa meira inn á við, huga að umsvifum og einbeita okkur að Reykjavík,“ segir Björn Ásberg.

Reksturinn hafi almennt gengið vel. „En við erum að fjarstýra því úr bænum engu að síður,“ segir Björn sem telur aðra geta farið enn betur með bíóið.  „Vonandi verður bara áfram bíó“.

Einhverjar þreifingar og óformlegar viðræður hafi átt sér stað við áhugasama kaupendur. 

„Við settum þetta á sölu í júlí þegar allir eru úti og suður þannig við bjuggumst ekki við miklum viðbrögðum fyrr en beint eftir versló,“ segir Björn. 

UMMÆLI