Nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu á Akureyri

Nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu á Akureyri

Árið 2026 munu nýir stúdentagarðar rísa á háskólasvæðinu á Akureyri. Félagsstofnun stúdenta á Akureyri stendur fyrir samkeppni um hönnun á nýju stúdentagörðunum og mun niðurstaða liggja fyrir 22. febrúar 2024. Fjallað er um málið á vefnum byggingar.is.

Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA, áætlar að nýju námsgarðarnir muni bjóða upp á um 60 til 70 einstaklingsherbergi, um 40 tveggja herbergja íbúðir og 20 stúdíóíbúðir og ættu þá að geta búið um 150-170 stúdentar á þessum námsgörðum.

„Háskólinn á Akureyri býður upp á margvíslegt nám og aðstaðan í háskólanum er til mikillar fyrirmyndar, allt til alls á svæðinu, stutt í útivist, skíði og svo framvegis. Það er bara hvergi betra að búa en á Akureyri,” segir Jóhannes.

Nánar á byggingar.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó