Framsókn

Nýir eigendur taka við Strikinu

Nýir eigendur taka við Strikinu

Í gær tóku hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow við rekstri Striksins á Akureyri af hjónunum Hebu Finnsdóttur og Jóhanni Inga Davíðssyni.

Heba og Jóhann hafa rekið Strikið á Akureyri í sextán ár. „Þetta er búið að vera frábær tími síðustu 16 ár og það sem maður er búin að kynnast mörgu frábæru fólki – eiga yndislegt starfsfólk og átt dásemdarstundir með fjölskyldu og vinum,“ segir Heba Finnsdóttir.

Carsten og Fjóla eru vel kunnug í veitinga- og ferðaþjónustunni þar sem þau reka Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar í miðbæ Akureyrar.

„Við viljum koma á framfæri vinarhug og þakklæti til Hebu og Jóa fyrir að treysta okkur fyrir “barninu” sínu sem Strikið er. Þau hafa unnið streitulaust í að gera Strikið að því fyrirmyndar fyrirtæki sem það er í dag hvað varðar gæði í mat og þjónustu og það er okkar loforð að við munum viðhalda því. Við óskum Hebu og Jóa velferðar og horfum með tilhlökkun til komandi tíma,“ segja nýir eigendur í tilkynningu á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó