A! Gjörningahátíð

Nýir eigendur taka við Kaffi Krók á Sauðárkróki

Nýir eigendur taka við Kaffi Krók á Sauðárkróki

Hjónin Kristín Elfa Magnúsdóttir & Sigurpáll Aðalsteinsson eru nýir eigendur Kaffi Króks á Sauðárkróki. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau sjá um staðinn en þau ráku hann frá því að þau endurbyggðu hann árið 2009 eftir bruna til ársins 2015 þegar þau seldu hann.

Aðspurður hvers vegna þau hjón hafi ákveðið að kaupa staðinn aftur segir Sigurpáll: „Ég spyr mig stundum sjálfur að því og Kristín sennilega enn þá oftar. Þetta var vonandi bara góð ákvörðun og við gerum það allra besta úr henni.“

„Planið er að þarna verði líf og fjör og eitthvað í boði fyrir alla, næg afþreying, hægt að horfa á sportið og fá sér gott að borða, svo er bar á kvöldin og skemmtileg stemning.“

Sigurpáll greindi frá kaupunum í færslu á Facebook-síðu sinni og miðað við athugasemdir við færslu hans eru heimamenn ánægðir með tíðindin. Margir voru á því að nú myndi lífið í bænum kvikna á ný.

„Það er bara gott og verður það, við ætlum allavega að gera okkar besta í því að króksarar og gestir verði velkomnir og lífið á Króknum njóti sín eins og það gerist best,“ segir Sigurpáll sem er bjartsýnn fyrir framtíðinni á Sauðárkrók.

„Á maður ekki að vera bjartsýnn, það verður allavega líf og fjör hjá okkur og við vonum að það teygi sig lengra.“

„Nú vantar okkur hinsvegar starfsfólk. Ef fólk hefur áhuga á að vinna með okkur þá væri það frábært, við þurfum rekstrarstjóra og starfsfólk á bar, í eldhús, afgreiðslu og dyravörslu. Það er nóg í boði svo við leitum eftir fólki,“ segir Sigurpáll en hægt er að senda inn starfsumsókn á netfangið unnursigurpals@gmail.com eða í gegnum símanúmerin 895-2515 og 782-7676.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó