Nýir eigendur taka við Abaco

Nýir eigendur taka við Abaco

Þær Hugrún Lind Geirdal, Ingibjörg Hulda Jónsdóttir og Inga Heinesen hafa keypt rekstur heilsulindarinnar Abaco á Akureyri af Kristíni Hildi Ólafsdóttur og Sigurði Sverrissyni. Þetta kemur fram á vef Vikublaðsins.

Ingibjörg Hulda Jónsdóttir og Inga Heinesen höfðu áður rekið fyrirtækið Derma Klíník sem sérhæfir sig í fegrunarmeðferðu. Með eigendaskiptunum á Abaco mun reksturinn sameinast og verður fyrirtækið rekið undir nafninu Abaco heilsulind/Derma Klíník til að byrja með. 

Abaco er til húsa í Hrísalundi 1a og mun verða áfram undir dyggri handleiðslu þessara þriggja, en Ingibjörg Hulda og Inga eru hjúkrunarfræðingar og Hugrún Lind er snyrtifræðimeistari.

Á vef Vikublaðsins má lesa viðtal við nýju eigendurna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó