Framsókn

Nýbygging Amtsbókasafnsins 20 ára í dag

Nýbygging Amtsbókasafnsins 20 ára í dag

Í dag, 6. mars 2024, eru 20 ár síðan nýbygging Amtsbókasafnsins á Akureyri og endurbætt húsnæði voru vígð.

„Saga safnsins er miklu eldri en þessi áfangi er auðvitað mikilvægur, því öll aðstaða – fyrir lánþega og starfsmenn – varð stórkostlega betri! Við erum enn nokkur starfandi í dag sem tóku þátt í þessu ferli, starfsmenn settu saman hillur, vagna og ýmislegt annað,“ segir í tilkynningu Amtsbókasafnsins.

Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 2001 eftir töluverðar tafir, ákvörðunin var tekin 1987, en svo var endurbætt gamla húsið og nýbyggingin vígð 6. mars 2004.

„Á þessum 20 árum hefur ýmislegt breyst og í sýningarrými Amtsbókasafnsins hefur stóra sjónvarpið okkar verið sett og hægt er að sjá í kringum fimmtíu myndir sem spanna þessa 20 ára sögu sem og örfáar myndir frá fyrstu framkvæmdum árið 2001. Endilega komið á bókasafnið ykkar, gæðið ykkur á konfekti og kaffi í tilefni dagsins og njótið verunnar með okkur.“

Fyrir fróðleiksfús, þá er hornsteinn nýbyggingarinnar í súlu á mótum nýju og gömlu bygginganna. Þið ættuð að sjá hana í hvert skipti sem þið komið inn á fyrstu hæð til suðurs.

VG

UMMÆLI

Sambíó