Nýárskveðja Kaffisins – Kaffid.is fagnar enn einu árinuMynd: Þorsteinn Stefán Jónsson.

Nýárskveðja Kaffisins – Kaffid.is fagnar enn einu árinu

Nú líður að nýju ári og það þýðir enn eitt árið fyrir Kaffið. Kaffid.is fagnaði tveggja ára afmæli nú í september og nálgast því óðfluga í tvö og hálft ár. Við í ritstjórn Kaffisins erum hæst ánægð með árangurinn og erum ykkur, kæru lesendur, endalaust þakklát fyrir lesturinn. Það er ótrúlega gefandi að fá að færa ykkur fréttir af heimabænum okkar, Akureyri.

Á þessum tíma hefur Kaffið haldið þeim titli að vera mest lesni vefmiðill Akureyrar og við ætlum okkur klárlega að halda þeim titli á komandi ári. Við hlökkum til að færa ykkur glænýjar og ferskar fréttir á nýju ári.

Takk fyrir liðnar stundir og megi 2019 verða ykkur gæfuríkt og umfram allt gott. Gleðilegt nýtt ár!

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó