Nú er enn eitt árið að líða undir lok og níunda ár Kaffið.is senn á enda. Við í ritstjórn Kaffisins erum hæst ánægð með árangurinn og erum ykkur, kæru lesendur, endalaust þakklát fyrir lesturinn.
Það eru forréttindi að fá að færa ykkur fréttir af heimabæ okkar, Akureyri og nágrenni hans. Árið 2024 var Kaffinu gæfuríkt. Á árinu hóf KaffiðTV göngu sína og Kaffið.is byrjaði að framleiða myndbandsefni á borð við þættina Stefnumót með Hörpu og Í vinnunni með Jóa Auðuns ásamt fjölmörgu öðru efni sem má nálgast hér á vefnum og á Youtube-síðunni KaffiðTV.
Á árinu fékk Kaffið í fyrsta sinn í sögunni úthlutaðan styrk frá hinu opinbera þegar Menningar- og viðskiptaráðuneytið úthlutaði styrkjum til einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins. Sá styrkur mun reynast mikilvægur fyrir starfsemi miðilsins og gera okkur kleyft að halda áfram að færa Norðlendingum daglegar fréttir og annað skemmtiefni.
Kaffið.is hefur í tæp níu ár verið rekið að miklu leyti í sjálfboðavinnu og því erum við afar þakklát fyrir allan stuðning og minnum á að lesendur geta styrkt starfsemina hér.
Undanfarna daga höfum við rennt yfir það sem stóð uppúr á vefnum á árinu og þið getið skoðað það með því að smella á tenglana hér að neðan:
Við hlökkum til að hada áfram að færa ykkur glænýjar og ferskar fréttir og allskonar efni á nýju ári.
Takk fyrir liðnar stundir og megi 2025 verða ykkur gæfuríkt og umfram allt gott. Gleðilegt nýtt ár!
UMMÆLI