NTC

<strong>Nýárinu fagnað í Hofi</strong>

Nýárinu fagnað í Hofi

Glæsilegir nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, undir stjórn Daníels Þorsteinssonar, fara fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 14. janúar.

Fram koma stórsöngvararnir Þóra Einarsdóttir, Andri Björn Róbertsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Dagur Þorgrímsson og norðlenski tenórinn Gísli Rúnar Víðisson.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun fagna nýárinu í Hofi með glæsibrag og hefur Daníel sett saman hátíðlega og stórskemmtilega dagskrá í tilefni þess. Fluttir verða valsar, polkar, forleikir og aríur eftir tónskáld á borð við Johann Strauss, Sergei Prokofiev o.fl og munu gestir fá að njóta þessarar hátíðardagskrár í Hamraborg.

Á tónleikunum verður frumflutt Fantasía um Ólaf Liljurós sem tónskáldið Michael Jón Clarke samdi sérstaklega af þessu tilefni. Michael Jón verður með kynningu á tónskáldunum og verkum þeirra á veitingastaðnum í Hofi fyrir tónleika.

Miðasala á mak.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó