Ný verslun í DynheimumRannvá í nýju versluninni. Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson.

Ný verslun í Dynheimum

Verslunin Blóðberg hefur opnað útibú í húsakynnum Urban Farm Akureyri að Hafnarstræti 75 (gömlu Dynheimum). Verslunin selur sérvalda íslenska hönnunarvöru fyrir bæði ferðamenn og íslendinga. Í sama húsnæði var áður rekinn matvörumarkaður fyrir vörur ræktaðar á Urban Farm Akureyri.

Blóðberg 710 er hönnunarverslun á Seyðisfirði í eigu Ernu Lilju Helgadóttur og mun þetta nýja útibú bera nafnið Blóðberg 600, sem er tilvísun í póstnúmer Akureyrar.

Einnig er hægt að versla matvöru í Blóðberg 600 sem ræktuð er í Urban Farm Akureyri. Ljósmynd: Rúnar Freyr Júlíusson.

Rannvá Olsen sér um rekstur verslunarinnar og býður bæjarbúum í opnun í húsnæði verslunarinnar laugardaginn 1. júlí. Verslunin er opin alla daga frá átta til átta (08:00 – 20:00).

Rannvá segir staðsetningu verslunarinnar vera mjög góða og gestir og gangandi hafi þegar sýnt henni mikinn áhuga. Bæði íslendingar og ferðamenn sem eigi leið hjá hafi verið mjög forvitnir og haft gaman af því mikla úrvali af gæða íslenskum vörum sem er í boði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó