Ný vefmyndavél á Akureyri

Ný vefmyndavél á Akureyri

Á vef Akureyrar var tilkynnt að sett hefði verið upp ný vefmyndavél sökum þess fyrri vél hafi verið komin á aldur. Beint streymi er því af Akureyri og alltaf hægt að kíkja á stöðuna í bænum. Vélin er staðsett í Rósenborg og vísar til norðurs. Því er stórgott útsýni af Kaldbak og Svalbarsðströndinni, sömuleiðis sést efsti partur Gilsins, yfir miðbæinn og niður á Eyrina.

Hægt er að sjá streymi frá myndavélinni hér að neðan en einnig á vefum Akureyrarbæjar – Akureyri.is og halloakureyri.is eða inn á Youtube.

UMMÆLI