beint flug til Færeyja

Ný ungliðahreyfing Miðflokksins í Norðausturkjördæmi

Ný ungliðahreyfing Miðflokksins í Norðausturkjördæmi

Föstudaginn 1. nóvember var Hjálmur – ungliðahreyfing Miðflokksins í Norðausturkjördæmi stofnuð á Akureyri. Formaður er Kjartan Magnússin, B.Sc. í vélaverkfræði.

Með Kjartani í stjórn eru Jón Áki Friðþjófsson, verkefnastjóri hjá Slippnum og Gestur Bergmann Gestsson, búfræðingur á Blöndubakka í Hróarstungu.

„Norðausturland er höfuðvígi Miðflokksins og við viljum allir sækja enn meira á og bjóða jafningjum okkar upp á líflegar umræður um stjórnmál og framtíð landsins. Með áræðni og skynsemi að vopni ætlum við að taka þátt í lausninni á t.d. efnahags-, útlendinga- og húsnæðismálum,“ segir Kjartan.

„Ég hvet alla unga Íslendinga til þess að ganga í lið með okkur og taka þátt í komandi baráttu. Næg eru verkefnin og við gleðjumst við tilhugsunina. Framtíðin er okkar.“

Í tilefni af stofnun hreyfingarinnar voru haldi tvö nýliðakvöld, eitt á Akureyri og annað á Egilsstöðum, 1. og 2. nóvember. Fram að kosningum stendur hreyfingin fyrir stífri dagskrá í kjördæminu sem verður kynnt nánar á samfélagsmiðlum hreyfingarinnar.

VG

UMMÆLI