Ný tónlistarhátíð á Akureyri í sumar – Akureyri Dance Festival


Akureyri Dance Festival er raftónlistarhátíð sem verður haldin dagana 15. og 16. júní í Sjallanum á Akureyri. Tvö risastór nöfn í raftónlistar senunni hafa þegar boðað komu sína. Annars vegar er það heimsfrægi plötusnúðurinn DJ Sammy og hins vegar Sander Kleinenberg en báðir eru þeir frábærir í sínu fagi.

DJ Sammy

DJ Sammy er plötusnúður og framleiðandi frá Spáni og er eitt stærsta nafnið í raftónlistar senunni. Hann á langan og glæsilegan ferill að baki síðustu 20 árin. DJ Sammy er hvað þekktastur fyrir lagið Heaven sem kom honum á kortið árið 2001 en platan seldist í yfir tveimur milljónum eintaka. Hann fylgdi velgengi lagsins Heaven eftir með laginu The Boys of Summer sem varð einnig gríðarlega vinsælt. Ásamt því að ferðast víðsvegar um heiminn og spila á klúbbum og hátíðum, er DJ Sammy með sinn eigin útvarpsþátt á LocaFM sem er stærsta raftónlistarstöð Spánar. Nú er þessi frábæri plötusnúður á leið til Íslands, í annað sinn en síðast þegar hann kom vakti hann mikla lukku.

Sander Kleinenberg.

Sander Kleinenberg er fæddur í Haag í Hollandi og hefur verið plötusnúður frá unglingsaldri. Hann hefur gefið út ótal smelli sem hafa slegið í gegn, þar á meðal lagið Bombay sem kom út árið
1993, You Do Me Wrong árið 1996 og varla er hægt að nefna Kleinenberg á nafn án þess að minnast á smellinn This is not Miami sem hefur hljómað á klúbbum út um allann heim síðan 2007. Kleinenberg er einn virtasti raftónlistamaður og plötusnúður í Evrópu. Ásamt því að spila á klúbbum og gefa út tónlist, heldur hann úti vinsælum útvarpsþætti á Soundcloud.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó