Ný tillaga að aðalskipulagi Akureyrar

 

Tillaga að nýju aðalskipulagi. Mynd: akureyri.is.

Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2018-2030 og er endurskoðun á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, Aðalskipulagi Grímseyjar 1996-2016 og Aðalskipulagi Hríseyjar 1988-2008. Megin breytingar frá gildandi aðalskipulagi felast í:

  • Þróun byggðar. Áhersla er lögð á þéttingu byggðar og hægt er á útbreiðslu íbúðasvæða til suðurs.
  • Nýtt svæði fyrir grafreiti er skilgreint í Naustaborgum.
  • Tekið er á landnotkunarstefnu Hríseyjar og Grímseyjar.

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykkti þann 5. september 2017 að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018 – 2030 skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Athugasemdir Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga sem hefur verið tekið tillit til að mestu, eru jafnframt auglýstar samhliða. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Með gildistöku nýs aðalskipulags munu ofangreindar aðalskipulasáætlanir, ásamt síðari breytingum, falla úr gildi. Rammahluti aðalskipulags vegna Oddeyrar sem tók gildi 23. nóvember 2017 verður tekinn óbreyttur inn í nýtt aðalskipulag.

Tillagan ásamt umhverfisskýrslu og öðrum fylgigögnum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, í Grímsey, Hrísey og hjá Skipulagsstofnun frá 1. desember 2017 til 12. janúar 2018.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó