Ný tækifæri í ferðaþjónustu

Í nýrri skýrslu sem unnin var af Íslandsbanka um fasteignamarkaðinn á Norðurlandi eystra er farið yfir framfarir sem hafa orðið á ferðaþjónustu á svæðinu. Ferðaþjónusta hefur skapað mikil tækifæri í alls kyns atvinnustarfsemi á Íslandi á undanförnum árum og Norðurland eystra er þar engin undantekning.

Í skýrslunni segir að á svæðinu séu staðsettar margar af helstu náttúruperlum landsins og að mikil tækifæri liggji í frekari þróun ferðaþjónustu þar. Minnst er á að breska dagblaðið The Guardian hafi útnefnt Akureyri sem áfangastað ársins 2018 fram yfir borgir eins og París og Amsterdam meðal annars.

Sjá einnig: Guardian mælir með Akureyri sem áfangastað

Einnig er talað um beint flug frá áfangastöðum í Bretlandi til Akureyrar á þessu ári með ferðaskrifstofunni Super Break. Hér er um að ræða ferðir frá London, Edinborg og Cardiff ásamt fleiri borgum en ferðirnar eru skipulagðar í janúar og febrúar á þessu ári. Ef vel takist með þær ferðir gætu fleiri ferðaþjónustuaðilar fylgt í kjölfarið.

Sjá einnig: Super Break fjölgar flugum til Akureyrar

Í skýrslunni er enn fremur talað um þá uppbyggingu og fjárfestingu sem hefur verið í ferðamannaiðnaði á Norðurlandi eystra. Þar er meðal annars nefnt aðstöðu og uppbyggingu í hvakaskoðun á Akureyri. Bandarískur fjárfestingarsjóður tók við rekstri KEA hótela á síðasta ári og í desember sl var tilkynnt um áhuga norsks byggingarfyrirtækis um byggingu á 180-200 herbergja hótels á Húsavík. Það myndi tvöfalda gistirými í bænum.

Segir að ljóst sé að ferðaþjónusta sé vaxandi atvinnugrein á Norðurlandi eystra sem mun
þróast enn frekar á næstu misserum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó