Ný stúka og félagsaðstaða væntanleg við KA völlinnÓlafur og Guðríður skrifa undir. Ljósmynd: Akureyrarbær

Ný stúka og félagsaðstaða væntanleg við KA völlinn

Húsheild ehf. mun sjá um byggingu nýrrar stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA. Ólafur Ragnarsson, forstjóri Húsheildar ehf. og Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar skrifuðu undir verksamninginn þann 31. maí síðastliðinn.

Samningurinn var samþykktur í bæjarráði í síðustu viku en málið hafði áður verið á dagskrá bæjarráðs 17. apríl sl. og var þá samþykkt að ganga til samninga við Húsheild á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða.

Í samningnum segir að verkið skuli hefja strax við undirritun samnings og skuli verktaki skila svæðinu frágengnu 15. júlí 2027. Þetta kemur fram á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó