Gæludýr.is

Ný stjórnstöð almannavarna á Akureyri tekin í notkunLjósmynd: Lögreglan á Norðurlandi eystra

Ný stjórnstöð almannavarna á Akureyri tekin í notkun

Ný og endurbætt aðstaða til að halda utan um og stýra aðgerðum í almannavarnaástandi var formlega tekin í notkun síðastliðinn mánudag.

Slík aðstaða hefur verið til staðar í húsnæði Björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri frá því árið 2018, en frá því snemma á þessu ári hefur verið unnið að því að færa hana í annað og stærra rými í sama húsi. Nú er þeim flutningum lokið og nýja aðstaðan formlega verið tekin í notkun.

Í tilkynningu lögreglu segir að aðilar sem komu að uppsetningu aðstöðunnar hafi verið: Björgunarsveitin Súlur, almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Aðstaðan verður nýtt í verkefni þar sem samhæfing viðbragðsaðila úr ýmsum áttum reynist nauðsynleg, til að mynda vegna leitar og björgunar, hópslysa, náttúruvár o.s.frv. Aðkomu að stýringu slíkra aðgerða eiga almennt fulltrúar frá lögreglunni, Slökkviliði Akureyrar, svæðisstjórn björgunarsveita, HSN, SAk og RKÍ.

Lögreglan á Norðurlandi Eystra sagði frá þessu á Facebook síðu sinni í gær, en færsluna í heild sinni er að finna hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó