
Edward H. Huijbens er formaður ráðsins
Laugardaginn 21. janúar sl. var haldinn aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Sel-hóteli í Mývatnssveit. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf og rædd var kosningabarátta við síðustu alþingiskosningar. Félagar víðsvegar úr kjördæminu sóttu fundinn.
Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn VG í Norðausturkjördæmi fluttu ávörp. Almenn ánægja var með kosningabaráttuna fyrir síðustu alþingiskosningar þar sem VG kom út sem næststærsti stjórnmálaflokkur landsins.
Ný stjórn kjördæmisráðs var kjörin á aðalfundinum. Nýr formaður er Edward H. Huijbens (Akureyri), en aðrir í stjórn eru Guðrún Þórsdóttir (Akureyri), Inga Eiríksdóttir (Fjallabyggð), Óli Halldórsson (Húsavík), Aðalbjörn Jóhannsson (Þingeyjarsýslu) Ingibjörg Þórðardóttir (Neskaupsstað), Hrafnkell Lárusson (Breiðdal). Til vara eru Berglind Häsler (Djúpavogi) og Vilberg Helgason (Akureyri)