NTC

Ný rakarastofa á Akureyri

Ný rakarastofa á Akureyri

Rakarastofan Sexhundruð Rakarastofa opnaði óformlega laugardaginn 6. janúar síðastliðinn. Undanfarna viku hefur Rakarastofan tekið við viðskiptavinum en formleg opnun átti sér stað í gærkvöldi, föstudaginn 12. janúar síðastliðinn.

Mætingin í opnunarveisluna var góð og nutu gestir drykkja og léttra veitinga í nýju rakarastofunni, sem stendur við Tryggvabraut 22, á jarðhæð vinstra megin við Salatsjoppuna. Fréttaritari náði þar tali af eigendunum, en stofan er í eigu tveggja hjóna. Þau Finnur Jörundsson, Íris Björk Hafþórsdóttir, Pálmar Magnússon og Alma Kristín Gísladóttir reka stofuna saman.

Þó hjónin sjái saman um reksturinn eru það strákarnir, Finnur og Pálmar, sem sjá um raksturinn. Báðir hafa þeir verið rakarar árum saman og merkilegt er að Finnur hefur verið rakari öll sín fullorðinsár, en hann hóf ferilinn aðeins 16 ára gamall. Vert er að taka fram að Sexhundruð Rakarastofa er ekki almenn hárgreiðslu- eða klippistofa, heldur einmitt rakarastofa og sérhæfir sig í herraklippingum, skeggsnyrtingum og slíku.

Finnur til vinstri, Pálmar til hægri. Ljósmynd: RFJ
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó