Ný loftgæðamælistöð á Akureyri

Frá undirritun samningsins. Mynd: Akureyri.is

Frá undirritun samningsins.
Mynd: Akureyri.is

Föstudaginn 16. desember undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar samning um kaup og rekstur á nýrri loftgæðamælistöð. Stöðin verður við Tryggvabraut og mun mæla svifryk, köfnunarefnissambönd (NO/NO2) og brennisteinsdíoxíð (SO2).

Útblástur bíla og uppþyrlun göturyks eru helstu ástæður fyrir mengun af völdum köfnunarefnissambanda og svifryks á Akureyri. Brennisteinsdíoxíð kemur m.a. frá stórum skipum eins og t.d. skemmtiferðaskipum og með þessari nýju mælistöð opnast möguleikar á að vakta mengun frá skipaumferð. Einnig gagnast SO2 mælingar til að vakta mengun meðan eldgos eru í gangi. Ekki hafa áður verið stöðugar SO2 mælingar í gangi á Akureyri ef frá er talið tímabilið meðan eldgosið í Holuhrauni stóð yfir.

Nýja mælistöðin er nú í prufukeyrslu við hlið sambærilegrar mælistöðvar í Reykjavík en hún verður sett upp á Akureyri fljótlega á nýju ári.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó