Samkvæmt nýrri könnun MMR á afstöðu fólks til framboða í komandi alþingiskosningum munu frambjóðendur úr sjö flokkum í Norðausturkjördæmi komast á þing í haust. Viðreisn og Flokkur fólksins ná ekki inn manni.
Sjá einnig: Sjö flokkar í NA-kjördæmi ná manni inn samkvæmt nýrri könnun MMR
Könnunin, sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is, var gerð dagana 31. ágúst til 3. september og var leitað álits 957 fólks, en 818 tóku afstöðu til framboðanna, tæp 86%.
Samkvæmt síðustu skoðunakönnun MMR náðu einnig sjö flokkar manni inn í Norðausturkjördæmi. Helstu munurinn milli kannana er að í þetta skiptið ná Vinstri grænir inn manni en Flokkur fólksins missir sitt sæti. Þá missir Sjálfstæðisflokkurinn einnig mann en Framsóknarflokkurinn bætir við sig.
Þau sem komast á þing úr Norðausturkjördæmi samkvæmt niðurstöðum MMR eru:
- Ingibjörg Ólöf Isaksen, Framsóknarflokknum
- Logi Einarsson, Samfylkingunni
- Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokknum
- Línek Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokknum
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri grænum
- Haraldur Ingi Haraldsson, Sósíalistaflokknum
- Þórarinn Ingi Pétursson, Framsóknarflokknum
- Hilda Jana Gísladóttir, Samfylkingunni
- Einar Brynjólfsson, Pírötum
Þá nær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson úr Miðflokknum jöfnunarsæti.
Kaffið.is fylgist með Alþingiskosningunum í haust með áherslu á Norðausturkjördæmi. Finna má fleiri greinar og annað gagnlegt efni tengt kosningunum með því að smella hér.
UMMÆLI