Ný hreinsistöð fráveitu í Sandgerðisbót á Akureyri hefur verið tekin í gagnið. Þetta kemur fram á vef mbl.is í dag.
Í samtali við mbl.is segir Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku að í þessu felist bylting fyrir umhverfið og sömuleiðis Norðurorku.
„Nú erum við loksins komin á þann stað sem við viljum vera, að uppfylla lög og reglur sem í gangi eru,“ segir Helgi við mbl.is.
Sjá einnig: Ný hreinsistöð tengd við fráveitukerfi Akureyrar
Nýja hreinsistöðin er ein af stærri hreinsistöðvum landsins og er nokkuð ólík fyrri stöðvum í útfærslu m.a. að því leyti að hreinsistöðin er tvískipt. Þannig er hægt að loka helming stöðvarinnar í einu fyrir skólprennsli og vinna að viðhaldi án þess að stöðva rekstur stöðvarinnar.
Nú er vatnið hreinsað, öll föstu efnin síuð úr skólpinu og því síðan dælt frá Akureyri, 400 metra út í strauma í Eyjafirði en ekki 90 metra frá ströndinni eins og áður.
UMMÆLI