Starfsleyfi fyrir nýja brettaaðstöðu á Akureyri er nú klárt og mun aðstaðan opna formlega næsta mánudag. Eiríkur Helgason greinir frá þessu í tilkynningu á Facebook.
Hann segir að fyrstu dagana muni hann bjóða upp á fría kynningaropnun fyrir gesti en hann eigi eftir að útfæra hvernig það færi nákvæmlega fram þar sem það verður fjöldatakmörkun í húsinu.
„Við þurfum að vera pínu þolinmóð fyrstu dagana þar sem allir vilja koma og prófa á sama tíma,“ skrifar Eiríkur.
Hann greinir einnig frá því að hann sé byrjaður að smíða Skál í hinum bragganum og það sé því allt á fljúgandi siglingu þessa dagana.
Opnun aðstöðunnar seinkaði vegna Covid-19 en á dögunum greindi Eiríkur frá því að sala á árskortum hefjist von bráðar. Hægt verður að nýta frístundarstyrk Akureyrarbæjar til þess að kaupa slík kort.
UMMÆLI